Um Flóru Hotels
Flóra Hotels er rekið af reynslumiklu og ástríðufullu teymi sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og persónulega upplifun.
Teymið okkar samanstendur af reyndum stjórnendum, sérfræðingum í þjónustu, markaðssetningu, tekjustýringu og vínum, ásamt öflugu þrifteymi og smiðum sem tryggja fallega og þægilega aðstöðu.
Við vinnum saman til að skapa ógleymanlega dvöl fyrir alla gesti okkar.
-
Inga Harðardóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI
-
Sorin Lazar
FORSTÖÐUMAÐUR VIÐSKIPTAÞRÓUNAR
-
Dorota Kwapisz
GÆÐA- OG ÞJÓNUSTUSTJÓRI
-
Guðbjartur Árnason
SÖLUSTJÓRI
-
Cezary Marszko
TEKJU- OG UPPLÝSINGATÆKNISTJÓRI
-
Karítas K. McCrann
MARKAÐSSTJÓRI
-
Sigrún Pétursdóttir
HÓTELSTJÓRI REYKJAVIK RESIDENCE
-
Joanna Snarska
HÓTELSTJÓRI ODDSSON Midtown og Downtown
-
Anni Maivel
HÓTELSTJÓRI TOWER SUITES
-
Egill Gústafsson
GESTAMÓTTÖKUSTJÓRI
-
Liška Miqueau
VEITINGASTJÓRI PORT9
Fyrirtækin okkar eru eftirfarandi:
Reykjavík Residence Hótel hefur verið í rekstri síðan 2011 og er staðsett í 101 Reykjavík. Þetta fyrirtæki rekur 63 glæsilegar hótelíbúðir í fallegum og endurbættum byggingum við Hverfisgötu, Lindargötu og Veghúsastíg. Stefnt er að stækkun á árinu 2024 og þá verður 33 íbúðum við Vatnsstíg 2 bætt við. Með því verða hótelíbúðirnar orðnar 96. Húsin okkar eru mörg hver sögufræg og við endurbætur hefur fyrra útlit verið varðveitt og sögu bygginganna haldið á lofti.
ODDSSON Midtown hótel á Grensásvegi 16a er 77 herbergja hótel þar sem áherslan er lögð á hagkvæma gistingu. Hótelið opnaði árið 2019 en reksturinn hefur verið í okkar höndum síðan 2020.
ODDSSON Downtown hótel á Háteigsvegi 1 er 22 herbergja hótel þar sem áherslan er lögð á hagkvæma gistingu. Hótelið opnaði árið 2024.
Tower Suites Reykjavík er lúxusgisting á efstu hæð í Katrínartúni 2 en þar er á boðstólnum gisting í 8 svítum. Rekstur gistingar hófst á þessum stað árið 2016 en hefur verið í okkar höndum síðan 2018.
Port9 vínbar er falinn gimsteinn á Veghúsastíg 9, frumkvöðull á sínu sviði og elsti starfandi vínbar Reykjavíkur, síðan 2016.
In-port9 flytur inn léttvín frá Evrópu. Rekstur hófst árið 2023.
Íslensk fjárfesting er eigandi Flóru hótels.
Sjá ip.is